Sunday, April 29, 2012

Helgin

Þó að ég sé alltaf heima að njóta lífsins eru helgarnar samt frídagarnir. Þá er maður ekkert mikið í því að þvo þvott eða þrífa, frekar njóta þess að vera í fríi.

Föstudagurinn fór í að heimsækja nýjar vinkonur. Það eru nefnilega og verða fæddar fullt af vinkonum þetta árið. Þegar komnar tvær og tvær á leiðinni. Síðan er ekki alveg víst með tvo bumbubúa hvort það verða vinir eða vinkonur. Þetta gerir aldurinn ;)

                                            Óskírð Maríudóttir


                                            Íris Björk

Hemmi kom svo heim með einn svakalegan gleðigjafa og nú fer daman spólandi um alla íbúðina



Laugardagurinn fór síðan í að farða fyrir brúðkaup. Þetta er eitt af því skemmtilegasta við vinnuna. Allir svo glaðir, ánægðir og spenntir. Allir svo sumarlegir og vilja litríka og fallega förðun. Verst að ég náði engum myndum af afrakstrinum. En þessar eru af undirbúningnum og Evu fallegu brúðurinni.



Í dag ætlum við að skella okkur í göngutúr, kaffi til mömmu og kannski eins og einn ísrúnt. Sendi samúðarkveðjur á þunna fólkið ;)



No comments:

Post a Comment