Ímyndaður þér fagurt klettabjarg, með iðandi lífi og fuglasöng. Sjáðu svo hvað sólin sveipir yfir það gylltum geislum sínum svo á glitrar eins og að gullkista væri í sjónmáli. En allt í einu sérðu himinbláa glóandi vængi sem reisa sig út frá sitthvorum endanum á klettabjarginu. Vængirnir eru svo stórir að þeir ná yfir alla jörðina og vernda litlu fuglana sem áfram syngja svo fallega.
Þú ert þetta... klettabjarg Rakel mín, svo traust ertu, þú ert líka sólin og gullið, svo góð ertu, þú ert líka vængirnir, svo umhyggjusöm ertu, og þú ert líka fuglarnir, svo skemmtileg ertu. Með okkur hinum fuglunum syngjum við og dönsum saman og er svo þakklát fyrir að eiga hvort annað.
Til hamingju með afmælið elsku hjartans dýrmæta dís.
ÉG elska ÞIG...
Ekki amalegt að fá svona fallegt ljóð ort manni til heiðurs. Mæli með svona vinkonu. Gerir mann að betri manneskju :)
Þarna erum við fáranlega hressar á útskriftardaginn í bakgarðinum í Ásbúðinni. Hvaðan kom þessi víkingahattur?
No comments:
Post a Comment