Monday, April 30, 2012

Hvar er sólin??

Fyrir þá sem finnast þeir hafa verið sviknir af veðurfréttamönnum, þá bíð ég ykkur þetta í sárabót


Lítill frændi

Ég var að eignast lítinn frænda. Hann er ekkert smá sætur, fæddist 15 merkur og 51 cm og með svaka varir ef marka má fyrstu myndina af honum.

Ef hann verður eitthvað eins og foreldrarnir verður hann serrano étandi íþróttameistari, gullfallegur jafnt innan sem utan og bjargandi dýrum í útrýmingarhættu ásamt því að safna fyrir munaðarlaus börn í frístundum.
Ég er ekkert smá spennt að sjá Krúttmund Einarson :)

Sunday, April 29, 2012

Helgin

Þó að ég sé alltaf heima að njóta lífsins eru helgarnar samt frídagarnir. Þá er maður ekkert mikið í því að þvo þvott eða þrífa, frekar njóta þess að vera í fríi.

Föstudagurinn fór í að heimsækja nýjar vinkonur. Það eru nefnilega og verða fæddar fullt af vinkonum þetta árið. Þegar komnar tvær og tvær á leiðinni. Síðan er ekki alveg víst með tvo bumbubúa hvort það verða vinir eða vinkonur. Þetta gerir aldurinn ;)

                                            Óskírð Maríudóttir


                                            Íris Björk

Hemmi kom svo heim með einn svakalegan gleðigjafa og nú fer daman spólandi um alla íbúðina



Laugardagurinn fór síðan í að farða fyrir brúðkaup. Þetta er eitt af því skemmtilegasta við vinnuna. Allir svo glaðir, ánægðir og spenntir. Allir svo sumarlegir og vilja litríka og fallega förðun. Verst að ég náði engum myndum af afrakstrinum. En þessar eru af undirbúningnum og Evu fallegu brúðurinni.



Í dag ætlum við að skella okkur í göngutúr, kaffi til mömmu og kannski eins og einn ísrúnt. Sendi samúðarkveðjur á þunna fólkið ;)



Wednesday, April 25, 2012

Kósýheit


Hemmi að vinna og ég ligg hérna uppí sófa og gæði mér á límonaði og "heimagert" súkkulaði horfandi á   Hart of Dixie. Þetta er góðir þættir mæli með þeim, lætur manni líða vel og kemur manni í gott skap.
Rachel Bilson er líka frábær skóhönnuður ásamt framúrskarandi leik í þáttunum.
Væri til í þessa fyrir sumarið, hún hannar undir merkinu Shoe Mint.


Svo ein hérna af dóttur minni sem lærði að lesa í dag, eða lærði að halda á bók og virðast lesa í dag :)




Fjölskylda og vinir


Við litla fjölskyldan kúrandi saman í morgun. Það er best í heimi. Heppin að eiga svona ljúfa dóttur og svona sætan kall. Sjáiði bara og hann var að vakna.
Það er alveg góð ástæða fyrir því að ég sé ekki með á myndinni ;)
Eigið yndislegan miðvikudag kæru vinir, ég ætla að eyða honum með Jóhönnu vinkonu og Fjólu Guðrúnu vinkonu Eydísar Evu.

Þær fá engu ráðið, það er bara búið að ákveða að þær verði bestu vinkonur :)

Tuesday, April 24, 2012

Bumbu-gló

Ég og Eydís Eva skelltum okkur út í góða veðrið í dag. Byrjuðum á yndislegum hádegisverði á Gló með henni Sóley sem er komin 39+ vikur og lítur svaka vel út. Þetta er alveg klárlega fallegasti fylgihluturinn, þ.e. óléttubumba en við getum ekki beðið eftir að fá vinkonu okkar í heiminn.
Ég hafði aldrei farið á Gló áður og var ekki svikinn, svaka góður matur. Við skelltum okkur svo í kaffi og konfekt í Mosfellsbakarí, (svo fínar á því) það er nefnilega hægt að fá að smakka konfektið þarna.
Kíktum á mömmu og fengum DÓT



Enduðum síðan daginn að kíkja til hennar Elínar og panta fína naglalakkið og varalitinn úr auglýsingunni hér að neðan og nýja L´Oreal primerinn vúhú... læt ykkur vita hvernig hann virkar þegar ég fæ hann.
Já Sandra, ég keypti einn fyrir þig líka.

Sunday, April 22, 2012

Falleg kveðja

Þar sem ég var að tala um afmæli í síðasta bloggi langaði mig að setja inn hérna eina fallega kveðju sem ég fékk á afmælisdaginn frá henni yndislegu Katrínu vinkonu minni. Hún er svo hæfileikarík og falleg stelpa á allan hátt



Ímyndaður þér fagurt klettabjarg, með iðandi lífi og fuglasöng. Sjáðu svo hvað sólin sveipir yfir það gylltum geislum sínum svo á glitrar eins og að gullkista væri í sjónmáli. En allt í einu sérðu himinbláa glóandi vængi sem reisa sig út frá sitthvorum endanum á klettabjarginu. Vængirnir eru svo stórir að þeir ná yfir alla jörðina og vernda litlu fuglana sem áfram syngja svo fallega.
Þú ert þetta... klettabjarg Rakel mín, svo traust ertu, þú ert líka sólin og gullið, svo góð ertu, þú ert líka vængirnir, svo umhyggjusöm ertu, og þú ert líka fuglarnir, svo skemmtileg ertu. Með okkur hinum fuglunum syngjum við og dönsum saman og er svo þakklát fyrir að eiga hvort annað.

Til hamingju með afmælið elsku hjartans dýrmæta dís.
ÉG elska ÞIG...



Ekki amalegt að fá svona fallegt ljóð ort manni til heiðurs. Mæli með svona vinkonu. Gerir mann að betri manneskju :)


Þarna erum við fáranlega hressar á útskriftardaginn í bakgarðinum í Ásbúðinni. Hvaðan kom þessi víkingahattur?

Friday, April 20, 2012

American Idol og afmæli


Ég horfði á fyrsta skiptið á American Idol síðasta föstudag, eða fyrsta þáttinn í þessari seríu og ég kolféll fyrir hárgreiðslunni sem Jennifer Lopes var með... 


Ég hélt einhvern veginn að það væri ekki hægt að vera með svona greiðslu nema vera 12 ára en ákvað síðan að prufa og fór í  þrítugsafmæli með greiðsluna á miðvikudaginn

og fannst bara vel til takast, næst (þ.e. ef ég verð ekki á milljón að gera mig ready) þá ætla ég að slétta hárið líka à la J. Lo style.

Hemmi er núna í öðru þrítugsafmæli og ég heima í rólegheitum með stelpuna. Þetta verður mikið afmælisár þar sem kallinn er að komast á fertugsaldurinn á árinu og margir vinir okkar á sama aldursári og hann halda uppá þessi tímamót. Það verður eiginlega að halda extra vel uppá þegar maður dettur inn í annan tug.
Annars er ég svo mikið afmælisbarn að ég reyni að halda upp á það á hverju ári.
Læt fylgja mynd af afmæliskökunni sem var bökuð í mars.



Thursday, April 19, 2012

Gleðilegt sumar

Það er eitthvað svo fáránlegt að fagna sumarkomu í apríl hérna á Íslandi þar sem vorið kemur ekki fyrr en um miðjan maí og sumarið þá allaveganna ekki fyrr en í júní.
En veðrið var nú samt alveg ágætt í dag.
En í tilefni þess að við fögnum sumarkomu með frídegi hérna á skerinu verð ég bara að skella aðal sumarlaginu á fóninn. Það er ekki hægt að rúnta um landið án þess að spila þetta.


Wednesday, April 18, 2012

Auglýsingar

Ég er mikill áhugamaður um auglýsingar og þá sérstaklega snyrtivöruauglýsingar og þegar ég sá þessa í fyrsta skiptið, þó ég sé ekki alveg hlutlaus, þá vissi ég að ég yrði að fá bæði naglalakkið og varalitinn. Ef það segir ekki að þetta sé góð auglýsing þá veit ég ekki hvað.
Þessi birtist í nýja Nude Magazine blaðinu, getið séð hana betur hér;
http://viewer.zmags.com/publication/84f3ad6f#/84f3ad6f/2

Fyrstu veikindin

Eydís Eva varð veik í fyrsta skiptið í gær, fékk mikinn hita og ældi vegna þessa. Við mæðgur hreyfðum okkur því ekki úr sófanum allan daginn, þar sem litla prinsessan tók það ekki mál að vera neinstaðar annars staðar en í fangi móður sinnar.
Það er erfitt að sjá barnið sitt svona lasið en samt einhvern veginn gefandi ef maður getur sagt það svoleiðis að vera svona nauðsynleg og geta sinnt þörfum hennar.
Þrátt fyrir háan hita var hún alveg eins og engill.
Í dag er hún alveg hitalaus en við tökum ekki sénsinn og höfum það bara kósý hérna heima í dag.


Monday, April 16, 2012

Þá er komið að því

Jæja loksins!
Ég var ákveðin í því að byrja að blogga þegar ég myndi byrja í fæðingarorlofi.
Eydís Eva er núna 7 1/2 mánaða. Um þetta læt ég gilda betra seint en aldrei.
Ég held að það sé gott fyrir mann að hafa stað til að koma reiðu á hugsanir sínar og skjalfesta þær ásamt ýmsum tímamótum í lífinu.
Að gera það á vefnum gerir þær nánast ódauðlegar og auðvelt að nálgast og ef svo er að einhver vilji fylgjast með... gjörið þið svo vel ;)