Wednesday, June 6, 2012

Sverige

Fórum og heimsóttum Ármann og Sirrý í Stokkhólmi, sáum Krúttmund litla frænda (obboslega sætur) og sáum Svíþjóð vinna með yfirburðum í Eurovision. Keyrðum til tengdapabba (í átt til Gautaborgar) og vorum þar í nokkrar nætur í vellistingum, héldum upp á þrítugsafmælið hans Hemma, fórum að sjá Ísland næstum því vinna Svíþjóð í fótbolta og sóluðum okkur. Ármann, Sirrý og Elín Lilja kíktu á okkur þar og síðan héldum við ferðinni áfram í sumarhús við Askersund. Þar borðuðum við góðan mat og kúrðum okkur fyrir framan eldinn þar sem það vorum cirka 4 °c og varla hægt að vera úti sökum rigningar og roks. En strákarnir létu það ekki á sig fá og fóru að veiða og sá um að grilla ofan í okkur allan tímann.

Gestgjafarnir

Krúttmundur

Ég búna að tapa illa í Eurovision leiknum

Að elska Stokkhólm

Á ferðinni


Hemmi 30 ára

Sögustund með afa og Whitney










Það var reynt að borða úti, allir kappklæddir
Endað svo að hlýja sér fyrir framan arininn



No comments:

Post a Comment