Þá er skvísan farin að skríða og svona lítur stofan yfirleitt út núna
Hún er reyndar lasin núna og vorum við uppá spítala í allan gærdag að reyna að finna út af hverju hún er með svona mikinn hita en ekkert kom í ljós. Hún er reyndar með lægri hita í dag og ég vona þetta sé allt að koma. Ég er allavega búin að vera dugleg í dag að elta hana um alla íbúð þannig hún hlýtur að vera að hressast.
Ég varð svo síðan að prófa BB kremið frá Clinique og fá að vita what the fuss is about og kremið er ekkert smá gott. Það hylur eins og meik, semsagt miklu betur heldur en lituð dagkrem og gefur flottan jafnan lit. Hefði viljað að það gæfi meiri raka, varð pínu þurr í kinnunum en stóri plúsinn er 30 spf.
Ég er reyndar alveg búin að sættast við Sif kremið mitt, finnst það æðislegt núna og ég hef aldrei verið með jafn góða húð ( þetta hefur bara verið þessi góða hreinsun sem ég tók á húðina sem hefur valdið þessari irriteringu) þannig að nú hef ég mjög góð krem að velja úr. Ætli það verði ekki Sif þegar það er skýjað og BB þegar það er sól ;) Jæja kemur í ljós, lúxusvandamál.
Er spennt að sjá hvernig öðrum merkjum tekst til með BB kremin sín. Hlakka til þegar aðalmerkið kemur með sitt á markað á Íslandi ;)
update: BB kremið frá Clinique er í raun ekki raki heldur einungis primer og litur og setur maður því kremið sitt fyrst, í mínu tilviki set ég Sif kremið mitt fyrst, og svo setur maður BB kremiðá eftir. Það hlaut eitthvað að vera, það er sjaldan að mig vanti raka. Þá er það komið á hreint ;)
Ég er einmitt búin að panta þetta frá L'Oreal ég blikka þig þegar það kemur - svo þú getir kíkt á það:)
ReplyDeleteLíst vel á það :)
ReplyDelete