Thursday, June 14, 2012

Dekur

Ahhh... skellti mér í andlitsbað til hennar Birgittu á Nordica Spa. Ég ilma eins og ávaxtaskál og er mjúk eins og barnarass. Lovely.



Hún notaði á mig Signature of Nature vörurnar sem eru náttúrulegar húðvörur. Ég set þú nú ekkert mikið fyrir mig að skella á mig nokkrum parabenum yfir daginn en þetta er það sem selst hvað mest í dag.
Snyrtiiðnaðurinn nýtir sér að sjálfsögðu það sem er vinsælt og mikið rætt í dag sem er td. aukaefni og lífrænt.

Ég væri alveg til í að geta borðað allt lífrænt, á víst að vera betra fyrir mann og betra á bragðið. En það er það dýrt að það er varla að einhver borði eingöngu lífrænt, allavega ekki hérna á Íslandi.
En af hverju er lífrænn matur svona dýr en lífrænar snyrtivörur á svipuðu verði og aðrar snyrtivörur?

No comments:

Post a Comment