Monday, May 14, 2012

Naglalakkalakk

Ef ég ætti heima í gamalli íbúð í miðbænum og þyrfti að lífga uppá baðherbergið fengi ég mér eina svona



Hvernig er það gerði maður ekki svona kryddhillur í smíði. Spurning að biðja litla frænda sinn eða frænku að skella í eina svona í smíði :)

Annars átti ég ljúfa helgi, ég og Hemmi pöntuðum mat í fyrsta skiptið frá Kínahofinu í Kópavogi á laugardaginn. Fengum okkur Peking önd sem var alveg geðveik. Kökurnar voru heimatilbúnar (ekki eins og þær sem hægt er að kaupa í Asíubúðinni) og sósan líka. Ég ímyndaði mér að þarna væri ein sjötug í eldhúsinu sem væri búin að gera þetta fyrir öll börnin sín 13 (þetta var náttúrulega áður en þú máttir bara eiga eitt) í Kína og er hér á eftirlaununum sínum að elda fyrir svanga Íslendinga alvöru kínverskan mat sér til gamans.
Þetta gæti verið hún, svaka hress í Kópavoginum

Annars einkenndist helgin af sörubakstri og kjötbollugerð, já jólin eru komin þar sem það snjóar í maí.
Neinei systir mín er að fara að setja upp hvíta húfu næstu helgi og því á að fagna.


Ég og Hemmi 10 árum léttari ;)

2 comments:

  1. Þú getur fengið ótrúlega flottar og ódýrar kryddhillur í Ikea! - Mig hefur lengi langað að gera svona aðalsteinn er bara ekkert svo hrifinn;) - svo hef ég líka séð svona hillur notaðar til stilla upp fallegum bókum:)

    ReplyDelete
  2. já það er gott að vita, já nei ég held einmitt að Hemmi yrði heldur ekkert spenntur, kallarnir kunna bara ekki að meta svona fegurð ;)

    ReplyDelete