Thursday, May 17, 2012

egf og glow

Þá er ég loksins búin að fjárfesta í EGF dagkreminu frá Sif. Það eru reyndar bara komnir 3 dagar og mér finnst ég verða pínu irriteruð (á góðri íslensku) en ég ætla að gefa þessu viku.
Ég sagði einnig veldvöldum vinkonum frá því að ég er ekkert búin að vera svaka dugleg að þrífa á mér andlitið á kvöldin eftir að ég átti Eydísi en nú er ég að kippa því í liðinn. Vonandi endist það eitthvað. En það getur líka verið ástæðan fyrir óþægindunum.
Síðan hef ég verið að skella á mig Magic Lumi glowinu frá L´Oreal sem ég var búin að tala um og þessi vara er algjör snilld.
Hún, létt sólbrúnka og sólarpúður er aðalmálið í sumar. Það þarf ekkert að vera að vesenast í meiki og púðri svona yfir sumartímann, best er bara að vera sem náttúrulegust, en samt ekki að vera það ;)


                                          Fékk þessa að láni frá henni Ernu vinkonu, hún lýsir alveg
                                          sumrinu og glowinu sem mun eiga sér stað ;)

Ohh það er svo næs að vera í fríi svona í miðri viku, skondið þar sem ég er alltaf í fríi. Það er bara svo öðruvísi þegar aðrir eru það líka.

1 comment:

  1. Ég prófaði egf og var ekki að digga það - þetta glow dæmi hljómar samt ekkert smá vel!

    Ég hlakka svo til að sjá ykkur í næstu viku!

    ReplyDelete