Fór síðan inn í eina búð í Kringlunni til að kaupa gjöf. Stelpan sem var að afgreiða var rosa hress og hjálpleg og fékk fullt af ráðleggingum frá henni og endaði að kaupa eina vöru. Ég spurði svo hvort að það væri stgr afsláttur, hún sagði að það væri yfir 30þ en var tilbúin að veita mér hann af vöru sem kostaði 15þ ég þakkaði pent fyrir það. Kemur þá ekki annar starfsmaður og hreytir í hana að það ætti nú ekki að gefa afslátt nema að vörurnar kosti yfir 30þ (þetta er btw. 5%). Þá sagði stelpan, æj ég ákvað að gefa henni hann því mér finnst hún svo indæl. Ég var nú smá upp með mér að fá svona komment en samt svo leiðinlegt að fá það útaf einhverjum leiðindum frá öðrum
Hvað átti stelpan að gera, hætta við? Svo dónalegt að segja svona fyrir framan kúnnann, það var hægt að ræða þetta eftir að ég var farin. Skil stundum ekki svona...
En þakka þér kærlega fyrir búðarstúlka í Kringlunni fyrir að kalla mig indæla og gefa mér afslátt :)
Næs skór!
ReplyDelete