Wednesday, May 23, 2012

Afmæliseuro

Bæði Hemmi og tengdapabbi eiga afmæli í lok maí og héldum við smá eurovision partý í tilefni þess.
Ég er svona léttur eurovision nörd í mér og finnst þetta voða gaman.
Svekktust að sjá ekki Sviss áfram þó maður skildi nú ekki helminginn af þessari ensku sem þeir voru að reyna að syngja. En sjaldan snýst þetta nú um góðan söng og lag eins og við öll vitum. Við værum að sjálfsögðu búin að vinna þetta 10 sinnum ef svo væri ;)

Þar sem við litla fjölskyldan ætlum að skella okkur til Svíþjóðar á föstudaginn og vera yfir afmælið hans Hemma  var ákveðið að gefa honum þrítugsgjöfina í gær og ég hef bara ekki séð hann síðan. Ef þið spottið einn dökkhærðan þeystast um eins og brjálæðingur endilega látið mig vita.







Monday, May 21, 2012

Helgin

Við áttum alveg dásamlega helgi. Hún var líka extra dásamleg þar sem sólin lét sjá sig.
Systir mín útskrifaðist úr FG á laugardeginum með glæsibrag (eitt stk dönsk verðlaun og svona)
Sunnudagurinn fór í rúnt á milli barnaafmæla sem er náttúrulega best í heimi, alltaf bestu veitingarnar.

Flotta fléttan mín

mamma og Eydís Eva

crazy people

Flotti stúdentinn með ömmu, mömmu og mér

Fyrsta máltíðin utandyra í sumar og mega þær verða hundrað


Thursday, May 17, 2012

egf og glow

Þá er ég loksins búin að fjárfesta í EGF dagkreminu frá Sif. Það eru reyndar bara komnir 3 dagar og mér finnst ég verða pínu irriteruð (á góðri íslensku) en ég ætla að gefa þessu viku.
Ég sagði einnig veldvöldum vinkonum frá því að ég er ekkert búin að vera svaka dugleg að þrífa á mér andlitið á kvöldin eftir að ég átti Eydísi en nú er ég að kippa því í liðinn. Vonandi endist það eitthvað. En það getur líka verið ástæðan fyrir óþægindunum.
Síðan hef ég verið að skella á mig Magic Lumi glowinu frá L´Oreal sem ég var búin að tala um og þessi vara er algjör snilld.
Hún, létt sólbrúnka og sólarpúður er aðalmálið í sumar. Það þarf ekkert að vera að vesenast í meiki og púðri svona yfir sumartímann, best er bara að vera sem náttúrulegust, en samt ekki að vera það ;)


                                          Fékk þessa að láni frá henni Ernu vinkonu, hún lýsir alveg
                                          sumrinu og glowinu sem mun eiga sér stað ;)

Ohh það er svo næs að vera í fríi svona í miðri viku, skondið þar sem ég er alltaf í fríi. Það er bara svo öðruvísi þegar aðrir eru það líka.

Monday, May 14, 2012

Naglalakkalakk

Ef ég ætti heima í gamalli íbúð í miðbænum og þyrfti að lífga uppá baðherbergið fengi ég mér eina svona



Hvernig er það gerði maður ekki svona kryddhillur í smíði. Spurning að biðja litla frænda sinn eða frænku að skella í eina svona í smíði :)

Annars átti ég ljúfa helgi, ég og Hemmi pöntuðum mat í fyrsta skiptið frá Kínahofinu í Kópavogi á laugardaginn. Fengum okkur Peking önd sem var alveg geðveik. Kökurnar voru heimatilbúnar (ekki eins og þær sem hægt er að kaupa í Asíubúðinni) og sósan líka. Ég ímyndaði mér að þarna væri ein sjötug í eldhúsinu sem væri búin að gera þetta fyrir öll börnin sín 13 (þetta var náttúrulega áður en þú máttir bara eiga eitt) í Kína og er hér á eftirlaununum sínum að elda fyrir svanga Íslendinga alvöru kínverskan mat sér til gamans.
Þetta gæti verið hún, svaka hress í Kópavoginum

Annars einkenndist helgin af sörubakstri og kjötbollugerð, já jólin eru komin þar sem það snjóar í maí.
Neinei systir mín er að fara að setja upp hvíta húfu næstu helgi og því á að fagna.


Ég og Hemmi 10 árum léttari ;)

Friday, May 11, 2012

Indæl

Skellti mér í smá búðarleiðangur og keypti meðal annars þessa fínu skó frá Zöru

Fór síðan inn í eina búð í Kringlunni til að kaupa gjöf. Stelpan sem var að afgreiða var rosa hress og hjálpleg og fékk fullt af ráðleggingum frá henni og endaði að kaupa eina vöru. Ég spurði svo hvort að það væri stgr afsláttur, hún sagði að það væri yfir 30þ en var tilbúin að veita mér hann af vöru sem kostaði 15þ ég þakkaði pent fyrir það. Kemur þá ekki annar starfsmaður og hreytir í hana að það ætti nú ekki að gefa afslátt nema að vörurnar kosti yfir 30þ (þetta er btw. 5%). Þá sagði stelpan, æj ég ákvað að gefa henni hann því mér finnst hún svo indæl. Ég var nú smá upp með mér að fá svona komment en samt svo leiðinlegt að fá það útaf einhverjum leiðindum frá öðrum
Hvað átti stelpan að gera, hætta við? Svo dónalegt að segja svona fyrir framan kúnnann, það var hægt að ræða þetta eftir að ég var farin. Skil stundum ekki svona... 

En þakka þér kærlega fyrir búðarstúlka í Kringlunni fyrir að kalla mig indæla og gefa mér afslátt :)



Wednesday, May 9, 2012

Svo fallegt



Ef þið eruð ekki að horfa á þessa þætti þá mæli ég með því. Þetta er svo fallegir þættir, þættir sem ylja manni um hjartarætur. Góðir á meðan við erum að bíða eftir íslenska sumrinu til að ylja okkur ;)

OMAM

Maður fyllist svo miklu þjóðarstolti þegar aðrir Íslendingar eru að gera það gott í útlöndum. Svo er þetta alveg frábær tónlist hjá þeim ;)
Fast, Free Video Hosting & Video Sharing - VideoBam

Tuesday, May 8, 2012

8 mánaða

Litla stelpan mín er 8 mánaða í dag

                                                  3 mánaða
Hún kann að...
sitja alveg óstudd
fara yfir á magann liggjandi og sitjandi
klappa saman lófanum
standa með stuðningi
segja mamma og neineinei
borða mat
dansa
kyssa
ulla
vera góð
setja upp myndarvélarsvip
og næstum því veifa (gerði það einu sinni í gær)

                                            Flotti myndarvélasvipurinn

                                          sitjandi

                                          dugleg að ulla

Monday, May 7, 2012

Góð kaup

Keypti mér þessa hillu í Epal rétt eftir jólin og það sveið smá í budduna en ég er algjörlega búin að fyrirgefa verðið því þetta er algjör snilld.
Svo þægilegt að geta séð alla skartgripina sem ég nota að staðaldri. Ekki skemmir heldur að þetta er íslensk hönnun.


Sit núna með eina hressa í fanginu sem átti að fara að sofa fyrir tæpum tveim tímum síðan en er alveg í massa stuði.

Kannski er hún svona spennt því hún var að eignast sæta litla vinkonu fyrir 2 dögum



Lítil Sóleyjar og Sindredóttir, ohh hún er svo mikið krútt. Þarna er hún að fara með bænirnar fyrir kvöldið ;)

Saturday, May 5, 2012

Sumar og litir

Langar svo í svona, aðeins til að brjóta upp á hinn svarta Íslending sem býr í mér.



Þetta fæst allt hjá henni Andreu.
Það er ágætt að ég á kall sem gefur mér pening þegar hann mætir ekki í ræktina ;) Hann er svaka duglegur að mæta ekki í ræktina.
Ég er samt ekki alveg viss hvort að hann viti að ég er enn að telja dagana sem hann mætir ekki hehe...


Annars er dagurinn stútfullur af góðu veðri. Ég og Eydís ætlum að kíkja í Ráðhúsið á íslenska hönnun og kannski á þessa fatamarkaði sem eru í gangi, einn á Lindargötunni og hinn fyrir aftan Bar 11.

Kannski sjáumst við, eigið góðan dag ;)

Thursday, May 3, 2012

DIY og SÓL!!

Yndislegur dagur í frábæru verði.







Skellti mér síðan í DIY með gamla skó sem ég átti og voru orðnir pínu sjúskaðir- Það er ekkert smá mikið sem hægt er að gera með acrylic málningu.




Þessi hérna síða er í algjöru uppáhaldi þessa daganna. Tékkið á henni
http://apair-andaspare.blogspot.com/