Thursday, November 8, 2012

Langar í...

Ég var að kynna í Smáralindinni á þriðjudaginn á Hagadögum og asnaðist til að kaupa mér tvær kippur af Malti & Appelsíni og ég get bara ekki hætt að hugsa um þær. Ég þekki samt mig og manninn minn það vel að ég setti þær ekki inn í ísskáp þannig freistingin er ekki eins mikil. Við værum örugglega búin með þær allar ef þær væru kaldar.
En þetta er eiginlega það besta við jólin, þetta eru jólin í einum sopa. Fáránlega gott. Af hverju erum við ekki að markaðssetja þessa snilld í hinum stóra heimi. Skyr hvað??
Þetta er svona eins og að skella fyrsta jólalaginu á að opna fyrstu dósina af Malti & Appelsíni



Annars er allt komið á fullt að plana Boston ferðina sem verður farin í byrjun des. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir af góðum veitingastöðum endilega sendið mér línu eða í comments hér að neðan.
Ég er reyndar ekki alveg komin með shopping listann á hreint. En ég þarf allavega að kaupa nokkrar jólagjafir, eina fallega/ljóta jólapeysu fyrir hið árlega jólaboð sem haldið er hjá vinahópnum hans Hemma. Svo langar mig að kaupa mér einn naglahring, finnst þeir eitthvað svo flottir og hef ekki séð svoleiðis hérna heima.

Ætli kaupi ekki líka rosa mikið af einhverjum flottum snyrtivörum sem fást ekki hérna heima og sem ég á nóg af. (Alltaf getur maður ódýrum og flottum snyrtivörum á sig bætt).
Töff að hafa eina nöglina glimmeraða
Ætli ég fjárfesti ekki líka í einu svona, ég held að þau fáist ekki lengur hérna heima, nema í mjög takmörkuðu magni.

Þessi er solið sæt, en ég væri til í eitthvað meira extreme
eina með ljósum og söngvum og soleiðis

Ó svo flott



No comments:

Post a Comment