Ég held að ég sé búin að pósta nokkrum öðrum færslum sem heita rigning eða eitthvað álíka og mér datt ekkert annað í hug þannig að þessi bloggpóstur heitir ekkert.
Ég held reyndar að það sé ekki hægt að láta hann ekki heita neitt, þannig ég skýri hann bara title þannig að hann detti pottþétt inn.
En annars væri ég nú alveg til í að fá smá breytingu á veðrið, pínu snjór væru soldið upplífgandi, það er bara alltof dimmt. Það er slökkt á útiljósinu fyrir utan heima hjá mér frá eitt til hálf fjögur ( já ég fylgdist með því í gær). Og hvað haldiði... það var að kvikna á því aftur í þessum skrifuðu orðum.
Annars er lífið bara notalegt þessa stundina, er enn södd eftir afmælishelgina en mamma og tengdó áttu afmæli. Því var farið í kaffi á laugardeginum, villbráðahlaðborð um kvöldið í Perluna, Brunch á Geysi á sunnudeginum og afmælismatarboð um kvöldið.
Ég mæli með ef þið eruð miklar brunch manneskjur að þið prufið Geysi. Brunchinn er með öllu og + þú þarft ekki að borga aukalega fyrir kaffi.
Fékk eitt gott knús um daginn sem náðist á mynd |
Afmælisbarn |
Annað afmælisbarn |
Fékk þessa fínu mynd frá tengdó af EE á afmælisdaginn hennar |
No comments:
Post a Comment