9 ár með Hemma. Þó við höfum hvorug hugmynd um hvenær við nákvæmlega byrjuðum saman þá erum við með gott viðmið því að elsta dóttir hennar Lindu fæddust á þeim tíma þegar við byrjuðum að hittast.
Við erum því ekkert með neinn sérstakan dag, höldum þetta bara hátíðlegt í allan júní :)
En í gær fengum við óvænt pössun og Maríanna átti afmæli í gær þannig ákveðið var að skella sér út að borða í tilefni dagsins.
Í brúðkaupi hjá Jónu og Danna |
Einu sinni var hann með hár eins og Chuck Bass |
Það skemmtilega við svona daga er að það rifjast upp fyrir manni fortíðin. Fyrir 9 árum var ég að vinna með strák sem hefði örugglega verið kallaður chocco (hvernig er þetta skrifað) í þá daga. Colgate bros, brúnn, vel greiddur, keyrandi um á hvítri hondu civic. Algjör draumur hahaha....
Hann náði nú samt aldeilis að heilla dömuna uppúr skónum. Ég var 19 ára þegar við byrjuðum saman og þó ég sé bara 21 árs í dag þá erum við búin að vera saman í 9 ár.
Soldið skemmtilegt að segja frá því að þegar við byrjuðum saman þá voru mamma og pabbi að flytja til Danmerkur þannig að fyrsta árið okkar bjó ég hjá ömmu og afa. Hann þurfti semsé að díla við afa en ekki pabba á þessum tíma. Afa fannst þetta ekkert svakalega sniðugt til að byrja með, þó hann hefði nú verið fyrirmyndar starfsmaður hjá danól, þá hringdi hann samt út til mömmu og kvartaði yfir því að ég væri alveg hætt að sofa heima hjá mér.
Svo aftur til nútímans, ég velti fyrir mér hvort að það spili eitthvað meira inní en bara ást af hvort öðru það að vera saman svona lengi og láta það ganga upp án mikilla hnökra.
Ég er td. mikil A manneskja og Hemmi ekki svo mikið. Í morgun þurfti Hemmi að vakna aðeins fyrr en venjulega og vöknuðum við því á sama tíma. Hann var ekki sá hressasti, ég skellti því í smá Gangman Style á meðan við tannburstuðum til að fagna því að það væri einungis 2 vikur í sumarfrí. Þetta hressti hann aðeins, hann komst allavega uppí bíl og af stað. Ég skellti mér svo syngjandi á hjólafákinn og hjólaði í vinnuna (söng bara inní mér samt, er ekki svona mikið sólskinsbarn).
Hemmi sér svo um að draga mig á fætur, nema þá ekki á morgnanna. Hann nefnilega þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Því erum við komin í hjólatúr eða uppá eitthvað fjall áður en ég get sagt æj ég væri frekar til í að kúra með bók.
Við sjáum um að ýta hvort öðru af stað í lífinu. Þess vegna held ég að við eigum svona vel saman.
Ekki spillir heldur fyrir hversu myndarlegur maðurinn er :)
Sönnnun fyrir myndarleikanum |
Gleðilegan föstudag kæru vinir og eigið yndislega þjóðhátíðar helgi
Ein af fjölskyldunni |
Stundum þá semjum við, ég er semsagt að fara uppí bústað á eftir í eina nótt að lesa og hygge mig. Hemmi er að fara í herþjálfun, miðnæturgolf, hjólatúr, mála pallinn og alla sameignina.
No comments:
Post a Comment