Annars er vikan búin að vera mjög viðburðarrík það sem af henni er komið.
Ég flaug á Ísafjörð á mánudaginn í vinnuferð og keyrði yfir á Patreksfjörð.
Fjallatopparnir voru hálfhvítir og allt var gult, rautt og brúnt. Þvílík fegurð.
Enn pínu svekkt að hafa ekki tekið myndavélina með.
En ég ætla bara að sýna ykkur í staðinn það sem ég gerði fyrir herbergið hennar Eydísar fyrir eins árs afmælið, gleymdi alltaf að láta það hérna inn.
Skreytti svörtu IKEA hilluna með efni og plastkassana |
Þegar hún var 3 mánaða fór hún í myndatöku hjá Jónatan og setti ég nokkrar þeirra saman í ramma |
Gaman að hengja upp krúttlegar flíkur svo þær sjáist |
Það er fiðrildaþema, fyrir ofan rúmið stendur fljúga hvítu fiðrildin. Fiðrildi á ofninum og fiðrilda órói sem ég gerði eftir hugmynd sem ég sá í Hús og hýbíli |
Eigið góðan dag í bleytunni :)
Herbergið hennar rosa flott :)
ReplyDeleteLika rigning hjá mér, sit bara heima eftir tungumálakennslu.