Wednesday, October 3, 2012

DIY- Húfa fyrir veturinn


Sá þessa mynd í bloggi um daginn og ákvað að gera mér eitt stk fyrir veturinn. Það er mjög auðvelt og fljótlegt að prjóna á sig húfu


 og þetta er afraksturinn og kemur bara mjög vel út á höfði


Spurning að skella sér næst í þessa



Annars fór heimilslífið á allt annan endann í gær þegar ég og Hemmi fengum gubbupest. 
Er þetta ekki bannað með lögum að báðir foreldrar séu svona out. Eydís Evu var hent í föt á núll einni og pabbi kom og sótti hana til að fara með hana til dagmömmunnar. Við lágum svo þangað til rúmlega 18. Við byrjuðum semsagt meistaramánuðinn á því að brjóta öll okkar markmið, því það sem var látið ofan í sig var gos, frostpinni og samloka með frönskum. En held ands****** hafið það að við áttum það skilið eftir átökin sem fylgja svona pestum. Í dag líður mér eins og einhver hefur sogið alla lífsorku úr mér og ég get varla hreyft mig.


No comments:

Post a Comment