Vinkona mín hún Theodóra er að gefa út bók um hár sem ég er alveg sammála henni með hefur algjörlega vantað á markaðinn.
Ég hef oft furðað mig á því að það er endalaust hægt að sitja námskeið í förðun og snyrtingu, þarft ekki að fara lengra en í Smáralindina til að fá kennslu í förðun. En það er ekki mikið um það að það sé verið að kenna manni að greiða sér. Allavega ekki svo ég hef tekið eftir.
En ég er gjörsamlega ómöguleg í að gera á mér hárið og því hef ég bara farið til hennar Theodóru og látið hana gera mig fína fyrir þessi góðu tilefni.
Ég þarf svo að eignast þessa bók svo ég get verið sæt líka við venjuleg tilefni (ætla mér ekkert að hætta að fara til hennar fyrir góðu tilefnin ;) )
Bókin er komin á jólagjafalistann, mamma *blikkblikk*
Talandi um jólagjafalista þá er ég actually með lista sem ég held að hafi ekki gerst síðan það voru buxur úr Gallabuxnabúðinni og Buffalo skór á þeim lista.
Langar svo rosa mikið í nýja saumavél og sorpkvörn OLD MUCH
Ein svona í lokin af fallegu fléttunni sem er orðin fræg á Pinterest
Annars er það Reykjavík Runway í dag, bara gaman!
No comments:
Post a Comment