Hún einkenndist af sport viðburðum, sem er mjög óvanalegt á mínu heimili. Ég á ekki mann sem er að missa sig yfir enska boltanum og ég er miklu meira fyrir að horfa á eitthvað allt annað.
Eftir frábært matarboð með góðu fólki á föstudeginum, var vaknað snemma og byrjað að horfa á fimleika. Þetta er það skemmtilegasta sem hægt er að horfa á, ég tala nú ekki um þegar spennan er svona mikil og stelpurnar enduðu á að rústa mótinu í báðum sínum flokkum.
Ég fór btw. að háskæla eftir flottustu umferð á trampólíni sem ég hef séð.
Síðan skelltum við okkur til Keflavíkur að sjá Söndru keppa í þrekmótaröðinni sem var líka mjög skemmtilegt, því eins og hjá fimleikastelpunum var hún í langbesta liðinu. Lentu bara í smá veseni í lokin og urðu í 3 sæti en þetta var alveg frábært að horfa á. Þær enduðu því sem þriðja hraustasta liðið á Íslandi 2012
|
Stuðningsaðili nr. 1 |
Sunnudagurinn fór svo í vinnuferð upp í fríhöfn að kynna sokkabuxur. Það er eitthvað svo sjarmerandi við að vera í fríhöfninni, þetta er alltaf byrjunin á góðum ferðalögum og tengir staðinn við góðar minningar.
Ég verð að kynna sokkabuxur þar alla fimmtudaga í nóvember, þannnig ef svo vildi vera að þið séuð á leið út, þá endilega komið við og gefið mér knús ;)... og kaupið sokkabuxur, að sjálfsögðu.
|
Ilarie í bordeaux og fínu fínu H&M skórnir mínir |
Sunnudagskvöldið endaði á baðþrifum...