Thursday, October 25, 2012

Tiltekt

Ég átti smá lausan tíma í gær og fór í make up tiltekt. Ég henti svo miklu að ég hélt á tímabili að ég ætti bara ekki neitt eftir. Það er nauðsynlegt að fara yfir make up-ið eins og fataskápinn og finna gersemar (allavega fyrir mig sem á frekar stóran lager). Fann td. einn fjólubláan maskara sem ég ætla að fara að nota og nokkra fallega augnblýanta.

Um daginn fann ég einmitt rosa fínan Maybelline varalit nr. 338 sem er rosa flottur fjólublár og alveg í hausttískunni. Hann hafði verið ónotaður í nokkra mánuði.

Herlegheitin...



Markmiðið mitt er núna að vera aldrei tvo daga að kynna í sömu sokkabuxunum í fríhöfninni. Þetta eru ekki nema 7 skipti þannig að það ætti ekki að vera mikið mál


Get ómögulega munað hvað þeir heita en þetta eru lærasokkar frá miss oroblu. Rosa góðir.



Þá er það bara næst á dagskrá að taka fataskápinn í gegn... það flæðir úr honum og finna einhverjar gersemar

Wednesday, October 24, 2012

Eftirtekt

Ég og Hemmi vorum að horfa á Big Bang Theory í gær þegar Hemmi tók eftir því að í lok þáttarins var einhver saga


Þá er svona saga á eftir hverjum einasta þætti eftir Chuck Lorre, en hann skrifar einnig Two and a half man og fleiri þætti. Sagan á eftir Big Bang í gær var meira að segja framhaldssaga og framhaldið átti að koma á eftir Two and a half man.

Aldrei hef ég tekið eftir þessu áður, þetta birtist alltaf bara í nokkrar sek og þú heldur bara að þetta sé einhver credit listi. Ef þið horfið á þessa þætti þá mæli ég með að pása og lesa fínu söguna á eftir þættinum.

Tuesday, October 23, 2012

Gömul saumavél


Eins og ég talaði um um daginn þá langar mig í nýja saumavél og þetta er ástæðan


Hún er frá 1970, gengur reyndar ennþá, en það kemur fyrir að það komi smá brunalykt
 þegar ég sauma ;)
Er þarna að skella í einn sætan púða í herbergið hennar Eydísar Evu í stíl við hilluna hennar.

Gleðilegan þokuþriðjudag og uppáhaldslagið í dag, sem ég get hlustað á endalaust.




Samið um frænku mína sem var ekki gefin langur tími að lifa vegna krabbameins en sigraðist á því og er cancer free í dag.
Algjört kraftaverk!

Monday, October 22, 2012

Helgin


 Hún einkenndist af sport viðburðum, sem er mjög óvanalegt á mínu heimili. Ég á ekki mann sem er að missa sig yfir enska boltanum og ég er miklu meira fyrir að horfa á eitthvað allt annað.
Eftir frábært matarboð með góðu fólki á föstudeginum, var vaknað snemma og byrjað að horfa á fimleika. Þetta er það skemmtilegasta sem hægt er að horfa á, ég tala nú ekki um þegar spennan er svona mikil og stelpurnar enduðu á að rústa mótinu í báðum sínum flokkum.
Ég fór btw. að háskæla eftir flottustu umferð á trampólíni sem ég hef séð.

Síðan skelltum við okkur til Keflavíkur að sjá Söndru keppa í þrekmótaröðinni sem var líka mjög skemmtilegt, því eins og hjá fimleikastelpunum var hún í langbesta liðinu. Lentu bara í smá veseni í lokin og urðu í 3 sæti en þetta var alveg frábært að horfa á. Þær enduðu því sem þriðja hraustasta liðið á Íslandi 2012

Stuðningsaðili nr. 1

Sunnudagurinn fór svo í vinnuferð upp í fríhöfn að kynna sokkabuxur. Það er eitthvað svo sjarmerandi við að vera í fríhöfninni, þetta er alltaf byrjunin á góðum ferðalögum og tengir staðinn við góðar minningar.
Ég verð að kynna sokkabuxur þar alla fimmtudaga í nóvember, þannnig ef svo vildi vera að þið séuð á leið út, þá endilega komið við og gefið mér knús ;)... og kaupið sokkabuxur, að sjálfsögðu.

Ilarie í bordeaux og fínu fínu H&M skórnir mínir



Sunnudagskvöldið endaði á baðþrifum...



Tuesday, October 16, 2012

Old Spice

Ég er búin að vera að missa mig yfir þessu síðan ég sá þetta á VERT blogginu hér: http://vert.is/umtalsvert/
 þettar er svo flott og fyndið



Tékkið svo hvernig auglýsingin er gerð, þetta er nefnilega bara tekið í einni töku

http://www.youtube.com/watch?v=32TZSXG2y7E

Thursday, October 11, 2012

Hárið

Vinkona mín hún Theodóra er að gefa út bók um hár sem ég er alveg sammála henni með hefur algjörlega vantað á markaðinn.


Ég hef oft furðað mig á því að það er endalaust hægt að sitja námskeið í förðun og snyrtingu, þarft ekki að fara lengra en í Smáralindina til að fá kennslu í förðun. En það er ekki mikið um það að það sé verið að kenna manni að greiða sér. Allavega ekki svo ég hef tekið eftir.
En ég er gjörsamlega ómöguleg í að gera á mér hárið og því hef ég bara farið til hennar Theodóru og látið hana gera mig fína fyrir þessi góðu tilefni.
Ég þarf svo að eignast þessa bók svo ég get verið sæt líka við venjuleg tilefni (ætla mér ekkert að hætta að fara til hennar fyrir góðu tilefnin ;) )

Bókin er komin á jólagjafalistann, mamma *blikkblikk*

Talandi um jólagjafalista þá er ég actually með lista sem ég held að hafi ekki gerst síðan það voru buxur úr Gallabuxnabúðinni og Buffalo skór á þeim lista.

Langar svo rosa mikið í nýja saumavél og sorpkvörn OLD MUCH

Ein svona í lokin af fallegu fléttunni sem er orðin fræg á Pinterest





Annars er það Reykjavík Runway í dag, bara gaman!


Wednesday, October 10, 2012

Rigning

Það er eitthvað alveg rosalega kósý að vinna heima með rigninguna úti. Kannski það að ég þurfi ekki að fara út í hana eins og flest af ykkur eða bara hljóðið sem hún skilur eftir sig á glugganum.

Annars er vikan búin að vera mjög viðburðarrík það sem af henni er komið.
Ég flaug á Ísafjörð á mánudaginn í vinnuferð og keyrði yfir á Patreksfjörð.
Fjallatopparnir voru hálfhvítir og allt var gult, rautt og brúnt. Þvílík fegurð.
 Enn pínu svekkt að hafa ekki tekið myndavélina með.

En ég ætla bara að sýna ykkur í staðinn það sem ég gerði fyrir herbergið hennar Eydísar fyrir eins árs afmælið, gleymdi alltaf að láta það hérna inn.


Skreytti svörtu IKEA hilluna með efni og plastkassana

Þegar hún var 3 mánaða fór hún í myndatöku hjá Jónatan og
setti ég nokkrar þeirra saman í ramma

Gaman að hengja upp krúttlegar flíkur svo þær sjáist


Það er fiðrildaþema, fyrir ofan rúmið stendur
fljúga hvítu fiðrildin. Fiðrildi á ofninum og fiðrilda órói
sem ég gerði eftir hugmynd sem ég sá
í Hús og hýbíli



Eigið góðan dag í bleytunni :)

Sunday, October 7, 2012

Sunnudags

Eftir göngutúr í sund og tilbaka kúrum við hjónin hérna í sófanum á meðan snúllan sefur í vagninum.
Ég að windowshoppa í gegnum Ipadinn á meðan hann er að hlusta á einhverja fyrirlestra í símanum. Ég veit... hann er bara svo miklu betri í að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt en ég.

En rosalega langar mig í þessa....


http://www.neimanmarcus.com/p/Manolo-Blahnik-Kidskin-High-Heel-Halter-Black-Pumps/prod16960174/?eVar4=You%20May%20Also%20Like%20CS

Ég er búin að sjá myndir af Elinu Kling í þessum skóm og ég bara er alveg sjúk.
Ég ætla henda mér af rassinum og sjá hvort að Smáralindin eigi svona... Og að þeir kosti 2000 kr ;)
Það væri kannski helst Zara


Wednesday, October 3, 2012

DIY- Húfa fyrir veturinn


Sá þessa mynd í bloggi um daginn og ákvað að gera mér eitt stk fyrir veturinn. Það er mjög auðvelt og fljótlegt að prjóna á sig húfu


 og þetta er afraksturinn og kemur bara mjög vel út á höfði


Spurning að skella sér næst í þessa



Annars fór heimilslífið á allt annan endann í gær þegar ég og Hemmi fengum gubbupest. 
Er þetta ekki bannað með lögum að báðir foreldrar séu svona out. Eydís Evu var hent í föt á núll einni og pabbi kom og sótti hana til að fara með hana til dagmömmunnar. Við lágum svo þangað til rúmlega 18. Við byrjuðum semsagt meistaramánuðinn á því að brjóta öll okkar markmið, því það sem var látið ofan í sig var gos, frostpinni og samloka með frönskum. En held ands****** hafið það að við áttum það skilið eftir átökin sem fylgja svona pestum. Í dag líður mér eins og einhver hefur sogið alla lífsorku úr mér og ég get varla hreyft mig.


Monday, October 1, 2012

Helgin

Ég átti mjög viðburðarríka og skemmtilega helgi.
*Fór ásamt góðum vinum á Steikhúsið á Tryggvagötunni
*Skellti mér ásamt Ölgerðar skvísunum á Elite keppnina þar sem yndisfríð Oroblu stúlka var valin
*Fékk túr í gegnum flottasta snyrtiskóla landsins, mæli með fashion academy ef einhverjir eru að spá í    snyrtinám
* Farðaði Gerplu stelpurnar fyrir auglýsingu ásamt 4 ungum konum sem voru að halda uppá afmæli
*Fórum upp í bústað þar sem grillaður var humar í tilefni að bróðir minn er orðinn fullorðinn (16 ára) og getur hafið æfingu í akstri
*Enduðum síðan í ljúfum burger hjá einum 7 ára afmælisstrák á sunnudagskvöldinu

þá hefst biðin eftir þeirri næstu... sem betur fer er oft nóg að gera á meðan beðið er

Gleðilegan mánudag :)

Föstudagsdress

ÖES skvísurnar 



Farða Gerplustelpur f. auglýsingu



úti að labba með afa

greyið hundurinn fær aldrei frið




Svo gleymdist nú alveg að taka mynd af afmælisbarninu, en hann er orðinn mjög stór (annað en við systurnar sem betur fer) og var frekar hress miðað við árin.