Monday, June 25, 2012

Pallurinn

Jæja þá koma loksins myndir af þessu gullfallega palli :) og ein af Eydísi sem ég tók áðan til að sýna ykkur hvað hún er orðin dugleg að standa. Hún lítur alveg eins út og ég þegar ég var lítil á þessari mynd, fyrsta skiptið sem ég sé það.




Á leið í útskrift

Fyrsta kvöldmáltíðin 

Friday, June 22, 2012

Dagurinn

Átti alveg yndislegan dag í góðum félagsskap í sólinni. Sóley vinkona og litla Matthilda mættu í heimsókn með fullt af góðgæti og við sátum á nýja fína pallinum og höfðum það kósý í dag.

Ég skellti mér líka í makeup pensla þrif og er þetta núna reminder til ykkar að þrífa ykkar pensla. Þetta er eitthvað sem ég gleymi alltof oft.
Þetta var nú ekkert stór þrifnaður hjá mér, það er aðallega farðaburstinn og kinnalitaburstinn sem eru notaðir mest.
Ég nota þennan í farða og líka í BB kremið mitt og glow kremið og já bara allt sem kemur á eftir dagkreminu sem er í kremformi.


Hann gefur létta og góða áferð og ef ykkur finnst pensillinn ykkar ekki gefa jafna áferð eða of þykka þá mæli ég með að þið prófið þennan. Passa svo bara að less is more ;)

Góða helgi kæru vinir og megi sólin vera með ykkur :)

btw. hendi inn pallamyndum á morgun

Wednesday, June 20, 2012

Farnar út

Jæja síðustu dagar fyrir utan helgina hafa einkennst af íþróttabuxum, hlírabol og ómálun og eina útiveran hefur verið smá sólun á fína pallinum ( set inn myndir þegar hann verður tilbúinn) og göngutúr með Nagla, hund foreldra minni í áðurnefndum íþróttabuxum. Núna er Eydís Eva komin í gallastuttbuxur og skyrtu og ég komin í buxur ekki tengdar við íþróttir og peysu. Við mæðgur ætlum að skella okkur í garðhúsgagnaleiðangur og kannski smá Smáralind. Ef einhver vill hitta okkur í kaffi þá erum við til. Ætlaði að skella einni skvísu mynd af Eydísi með en Ipadinn leyfir það ekki. Hendi kannski einni inn í kvöld ;)

Friday, June 15, 2012

Helgin

Sá að þessi er að koma í bíó núna um helgina í Bíó Paradís. Ef þið hafið engin plön fyrir helgina þá mæli ég  eindregið með því að skella sér í bíó. Skemmtileg, falleg og  rosalega fyndin.


Aftur á móti ef þið hafið einhver plön fyrir helgina þá mæli ég með því að skella þessum lit á sig. Flottasti sumarliturinn að mínu mati, nr. 602 frá L´Oréal.


Góða helgi kæru vinir :)

Thursday, June 14, 2012

Dekur

Ahhh... skellti mér í andlitsbað til hennar Birgittu á Nordica Spa. Ég ilma eins og ávaxtaskál og er mjúk eins og barnarass. Lovely.



Hún notaði á mig Signature of Nature vörurnar sem eru náttúrulegar húðvörur. Ég set þú nú ekkert mikið fyrir mig að skella á mig nokkrum parabenum yfir daginn en þetta er það sem selst hvað mest í dag.
Snyrtiiðnaðurinn nýtir sér að sjálfsögðu það sem er vinsælt og mikið rætt í dag sem er td. aukaefni og lífrænt.

Ég væri alveg til í að geta borðað allt lífrænt, á víst að vera betra fyrir mann og betra á bragðið. En það er það dýrt að það er varla að einhver borði eingöngu lífrænt, allavega ekki hérna á Íslandi.
En af hverju er lífrænn matur svona dýr en lífrænar snyrtivörur á svipuðu verði og aðrar snyrtivörur?

Wednesday, June 13, 2012

Augnháralengingar

Eru mjög vinsælar í dag og margir hafa verið að fá sér. Það sem er gert að eitt og eitt hár er límt á þitt eigið augnhár. Þetta límist ekki á húðina og helst því vel á. Þetta eyðileggur ekki þín augnhár en sumum finnst þeir hafa tapað augnhárunum eftir þetta en ég held að það séu bara viðbrigðin að vera með svona lengingu og vera svo með sín aftur. Þetta helst á í 4-6 vikur og þolir alveg sturtu og ræktina en helst ekki maskara og margar sundferðir.
Það hafa samt allar sem ég hef sett þetta á sett á sig maskara og hafa þau alveg haldist vel, passa þarf bara að þrífa hann af með vatni en ekki augnhreinsi.
Gerði hérna eina um daginn , gleymdi reyndar að taka fyrirmynd en munurinn var rosalegur.... og núna er ég búin að leita útum allt af eftir myndinni og finn hana ekki.
Jæja þegar ég geri þetta næst tek ég fyrir og eftir myndir til að sýna ykkur.
Fékk eina mynd hérna lánaða af netinu til að sýna ykkur hvernig þetta er.



Mæli með þessu ef þið eruð að fara gera eitthvað skemmtilegt í sumar ;)
Sendið mér bara póst eða á facebook

Tuesday, June 12, 2012

Friðurinn úti og BB

Þá er skvísan farin að skríða og svona lítur stofan yfirleitt út núna


Hún er reyndar lasin núna og vorum við uppá spítala í allan gærdag að reyna að finna út af hverju hún er með svona mikinn hita en ekkert kom í ljós. Hún er reyndar með lægri hita í dag og ég vona þetta sé allt að koma. Ég er allavega búin að vera dugleg í dag að elta hana um alla íbúð þannig hún hlýtur að vera að hressast.


Ég varð svo síðan að prófa BB kremið frá Clinique og fá að vita what the fuss is about og kremið er ekkert smá gott. Það hylur eins og meik, semsagt miklu betur heldur en lituð dagkrem og gefur flottan jafnan lit. Hefði viljað að það gæfi meiri raka, varð pínu þurr í kinnunum en stóri plúsinn er 30 spf.


Ég er reyndar alveg búin að sættast við Sif kremið mitt, finnst það æðislegt núna og ég hef aldrei verið með jafn góða húð ( þetta hefur bara verið þessi góða hreinsun sem ég tók á húðina sem hefur valdið þessari irriteringu) þannig að nú hef ég mjög góð krem að velja úr. Ætli það verði ekki Sif þegar það er skýjað og BB þegar það er sól ;) Jæja kemur í ljós, lúxusvandamál.
Er spennt að sjá hvernig öðrum merkjum tekst til með BB kremin sín. Hlakka til þegar aðalmerkið kemur með sitt á markað á Íslandi ;)

update: BB kremið frá Clinique er í raun ekki raki heldur einungis primer og litur og setur maður því kremið sitt fyrst, í mínu tilviki set ég Sif kremið mitt fyrst, og svo setur maður BB kremiðá eftir. Það hlaut eitthvað að vera, það er sjaldan að mig vanti raka. Þá er það komið á hreint ;)

Wednesday, June 6, 2012

Sverige

Fórum og heimsóttum Ármann og Sirrý í Stokkhólmi, sáum Krúttmund litla frænda (obboslega sætur) og sáum Svíþjóð vinna með yfirburðum í Eurovision. Keyrðum til tengdapabba (í átt til Gautaborgar) og vorum þar í nokkrar nætur í vellistingum, héldum upp á þrítugsafmælið hans Hemma, fórum að sjá Ísland næstum því vinna Svíþjóð í fótbolta og sóluðum okkur. Ármann, Sirrý og Elín Lilja kíktu á okkur þar og síðan héldum við ferðinni áfram í sumarhús við Askersund. Þar borðuðum við góðan mat og kúrðum okkur fyrir framan eldinn þar sem það vorum cirka 4 °c og varla hægt að vera úti sökum rigningar og roks. En strákarnir létu það ekki á sig fá og fóru að veiða og sá um að grilla ofan í okkur allan tímann.

Gestgjafarnir

Krúttmundur

Ég búna að tapa illa í Eurovision leiknum

Að elska Stokkhólm

Á ferðinni


Hemmi 30 ára

Sögustund með afa og Whitney










Það var reynt að borða úti, allir kappklæddir
Endað svo að hlýja sér fyrir framan arininn