Friday, June 14, 2013

Níu ár

Er ekki bara frábært að byrja að skrifa aftur á svona tímamótum.
9 ár með Hemma. Þó við höfum hvorug hugmynd um hvenær við nákvæmlega byrjuðum saman þá erum við með gott viðmið því að elsta dóttir hennar Lindu fæddust á þeim tíma þegar við byrjuðum að hittast.
Við erum því ekkert með neinn sérstakan dag, höldum þetta bara hátíðlegt í allan júní :)
En í gær fengum við óvænt pössun og Maríanna átti afmæli í gær þannig ákveðið var að skella sér út að borða í tilefni dagsins.
Í brúðkaupi hjá Jónu og Danna

Einu sinni var hann með hár eins og Chuck Bass







Það skemmtilega við svona daga er að það rifjast upp fyrir manni fortíðin. Fyrir 9 árum var ég að vinna með strák sem hefði örugglega verið kallaður chocco (hvernig er þetta skrifað) í þá daga. Colgate bros, brúnn, vel greiddur, keyrandi um á hvítri hondu civic. Algjör draumur hahaha....
Hann náði nú samt aldeilis að heilla dömuna uppúr skónum. Ég var 19 ára þegar við byrjuðum saman og þó ég sé bara 21 árs í dag þá erum við búin að vera saman í 9 ár.

Soldið skemmtilegt að segja frá því að þegar við byrjuðum saman þá voru mamma og pabbi að flytja til Danmerkur þannig að fyrsta árið okkar bjó ég hjá ömmu og afa. Hann þurfti semsé að díla við afa en ekki pabba á þessum tíma. Afa fannst þetta ekkert svakalega sniðugt til að byrja með, þó hann hefði nú verið fyrirmyndar starfsmaður hjá danól, þá hringdi hann samt út til mömmu og kvartaði yfir því að ég væri alveg hætt að sofa heima hjá mér.



Svo aftur til nútímans, ég velti fyrir mér hvort að það spili eitthvað meira inní en bara ást af hvort öðru það að vera saman svona lengi og láta það ganga upp án mikilla hnökra.
Ég er td. mikil A manneskja og Hemmi ekki svo mikið. Í morgun þurfti Hemmi að vakna aðeins fyrr en venjulega og vöknuðum við því á sama tíma. Hann var ekki sá hressasti, ég skellti því í smá Gangman Style á meðan við tannburstuðum til að fagna því að það væri einungis 2 vikur í sumarfrí. Þetta hressti hann aðeins, hann komst allavega uppí bíl og af stað. Ég skellti mér svo syngjandi á hjólafákinn og hjólaði í vinnuna (söng bara inní mér samt, er ekki svona mikið sólskinsbarn).
Hemmi sér svo um að draga mig á fætur, nema þá ekki á morgnanna. Hann nefnilega þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Því erum við komin í hjólatúr eða uppá eitthvað fjall áður en ég get sagt æj ég væri frekar til í að kúra með bók.
Við sjáum um að ýta hvort öðru af stað í lífinu. Þess vegna held ég að við eigum svona vel saman.
Ekki spillir heldur fyrir hversu myndarlegur maðurinn er :)
Sönnnun fyrir myndarleikanum

Gleðilegan föstudag kæru vinir og eigið yndislega þjóðhátíðar helgi

Ein af fjölskyldunni

Stundum þá semjum við, ég er semsagt að fara uppí bústað á eftir í eina nótt að lesa og hygge mig. Hemmi er að fara í herþjálfun, miðnæturgolf, hjólatúr, mála pallinn og alla sameignina.

Thursday, November 8, 2012

Langar í...

Ég var að kynna í Smáralindinni á þriðjudaginn á Hagadögum og asnaðist til að kaupa mér tvær kippur af Malti & Appelsíni og ég get bara ekki hætt að hugsa um þær. Ég þekki samt mig og manninn minn það vel að ég setti þær ekki inn í ísskáp þannig freistingin er ekki eins mikil. Við værum örugglega búin með þær allar ef þær væru kaldar.
En þetta er eiginlega það besta við jólin, þetta eru jólin í einum sopa. Fáránlega gott. Af hverju erum við ekki að markaðssetja þessa snilld í hinum stóra heimi. Skyr hvað??
Þetta er svona eins og að skella fyrsta jólalaginu á að opna fyrstu dósina af Malti & Appelsíni



Annars er allt komið á fullt að plana Boston ferðina sem verður farin í byrjun des. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir af góðum veitingastöðum endilega sendið mér línu eða í comments hér að neðan.
Ég er reyndar ekki alveg komin með shopping listann á hreint. En ég þarf allavega að kaupa nokkrar jólagjafir, eina fallega/ljóta jólapeysu fyrir hið árlega jólaboð sem haldið er hjá vinahópnum hans Hemma. Svo langar mig að kaupa mér einn naglahring, finnst þeir eitthvað svo flottir og hef ekki séð svoleiðis hérna heima.

Ætli kaupi ekki líka rosa mikið af einhverjum flottum snyrtivörum sem fást ekki hérna heima og sem ég á nóg af. (Alltaf getur maður ódýrum og flottum snyrtivörum á sig bætt).
Töff að hafa eina nöglina glimmeraða
Ætli ég fjárfesti ekki líka í einu svona, ég held að þau fáist ekki lengur hérna heima, nema í mjög takmörkuðu magni.

Þessi er solið sæt, en ég væri til í eitthvað meira extreme
eina með ljósum og söngvum og soleiðis

Ó svo flott



Tuesday, November 6, 2012

Title

Alltaf það fyrsta sem mig dettur í hug að skrifa hérna efst er hvernig veðrið er.
Ég held að ég sé búin að pósta nokkrum öðrum færslum sem heita rigning eða eitthvað álíka og mér datt ekkert annað í hug þannig að þessi bloggpóstur heitir ekkert.
Ég held reyndar að það sé ekki hægt að láta hann ekki heita neitt, þannig ég skýri hann bara title þannig að hann detti pottþétt inn.

En annars væri ég nú alveg til í að fá smá breytingu á veðrið, pínu snjór væru soldið upplífgandi, það er bara alltof dimmt. Það er slökkt á útiljósinu fyrir utan heima hjá mér frá eitt til hálf fjögur ( já ég fylgdist með því í gær). Og hvað haldiði... það var að kvikna á því aftur í þessum skrifuðu orðum.

Annars er lífið bara notalegt þessa stundina, er enn södd eftir afmælishelgina en mamma og tengdó áttu afmæli. Því var farið í kaffi á laugardeginum, villbráðahlaðborð um kvöldið í Perluna, Brunch á Geysi á sunnudeginum og afmælismatarboð um kvöldið.

Ég mæli með ef þið eruð miklar brunch manneskjur að þið prufið Geysi. Brunchinn er með öllu og +  þú þarft ekki að borga aukalega fyrir kaffi.
Fékk eitt gott knús um daginn sem náðist á mynd



Afmælisbarn


Sjálfsmynd, tók svo eina mynd af Hemma og pabba en hún er svo hræðileg að hún fær ekki að fylgja :)

Annað afmælisbarn

Fékk þessa fínu mynd frá tengdó af EE á afmælisdaginn hennar 


Thursday, November 1, 2012

Leti

Það nær bara engri átt hvað ég er löt í dag.
Fór uppí fríhöfn í morgun bara til að knúsa Söndru mín bless, nei ekki alveg, var þar að kynna Oroblu.
Sem betur fer er ég að fara út til Boston í byrjun desember, annars væri ég alveg hræðilega abbó út í allt liðið sem fer þarna í gegn.
Skellti mér svo aftur uppí rúm þegar ég kom heim og er ekki búin að fara úr sloppnum síðan.
Sit hérna með rjúkandi kaffibolla fyrir framan tölvuna og skoða skemmtilegt DIY og auglýsingar.
Rakst einmitt á þessa, gaman ef Hemmi gæti tekið að sér næstu meðgöngu ;)



Annars átti ég mjög góða meðgöngu og er alveg til í að ganga í gegnum svoleiðis aftur en ég veit um fullt af konum sem væru alveg til í að makinn tæki á sig þá næstu.

Svo er ég eitthvað svo rómantísk í svona köldu veðri og er að láta mig dreyma um að gera mér sætt perluarmband. En í þessu letikasti sem ég er í þá safna ég bara öllum þessum fallegum hugmyndum og geymi á tölvunni og vona að ég nenni að rífa mig uppúr stólnum einhvern tímann til að fara í málið.







Thursday, October 25, 2012

Tiltekt

Ég átti smá lausan tíma í gær og fór í make up tiltekt. Ég henti svo miklu að ég hélt á tímabili að ég ætti bara ekki neitt eftir. Það er nauðsynlegt að fara yfir make up-ið eins og fataskápinn og finna gersemar (allavega fyrir mig sem á frekar stóran lager). Fann td. einn fjólubláan maskara sem ég ætla að fara að nota og nokkra fallega augnblýanta.

Um daginn fann ég einmitt rosa fínan Maybelline varalit nr. 338 sem er rosa flottur fjólublár og alveg í hausttískunni. Hann hafði verið ónotaður í nokkra mánuði.

Herlegheitin...



Markmiðið mitt er núna að vera aldrei tvo daga að kynna í sömu sokkabuxunum í fríhöfninni. Þetta eru ekki nema 7 skipti þannig að það ætti ekki að vera mikið mál


Get ómögulega munað hvað þeir heita en þetta eru lærasokkar frá miss oroblu. Rosa góðir.



Þá er það bara næst á dagskrá að taka fataskápinn í gegn... það flæðir úr honum og finna einhverjar gersemar

Wednesday, October 24, 2012

Eftirtekt

Ég og Hemmi vorum að horfa á Big Bang Theory í gær þegar Hemmi tók eftir því að í lok þáttarins var einhver saga


Þá er svona saga á eftir hverjum einasta þætti eftir Chuck Lorre, en hann skrifar einnig Two and a half man og fleiri þætti. Sagan á eftir Big Bang í gær var meira að segja framhaldssaga og framhaldið átti að koma á eftir Two and a half man.

Aldrei hef ég tekið eftir þessu áður, þetta birtist alltaf bara í nokkrar sek og þú heldur bara að þetta sé einhver credit listi. Ef þið horfið á þessa þætti þá mæli ég með að pása og lesa fínu söguna á eftir þættinum.

Tuesday, October 23, 2012

Gömul saumavél


Eins og ég talaði um um daginn þá langar mig í nýja saumavél og þetta er ástæðan


Hún er frá 1970, gengur reyndar ennþá, en það kemur fyrir að það komi smá brunalykt
 þegar ég sauma ;)
Er þarna að skella í einn sætan púða í herbergið hennar Eydísar Evu í stíl við hilluna hennar.

Gleðilegan þokuþriðjudag og uppáhaldslagið í dag, sem ég get hlustað á endalaust.




Samið um frænku mína sem var ekki gefin langur tími að lifa vegna krabbameins en sigraðist á því og er cancer free í dag.
Algjört kraftaverk!