Thursday, November 8, 2012

Langar í...

Ég var að kynna í Smáralindinni á þriðjudaginn á Hagadögum og asnaðist til að kaupa mér tvær kippur af Malti & Appelsíni og ég get bara ekki hætt að hugsa um þær. Ég þekki samt mig og manninn minn það vel að ég setti þær ekki inn í ísskáp þannig freistingin er ekki eins mikil. Við værum örugglega búin með þær allar ef þær væru kaldar.
En þetta er eiginlega það besta við jólin, þetta eru jólin í einum sopa. Fáránlega gott. Af hverju erum við ekki að markaðssetja þessa snilld í hinum stóra heimi. Skyr hvað??
Þetta er svona eins og að skella fyrsta jólalaginu á að opna fyrstu dósina af Malti & Appelsíni



Annars er allt komið á fullt að plana Boston ferðina sem verður farin í byrjun des. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir af góðum veitingastöðum endilega sendið mér línu eða í comments hér að neðan.
Ég er reyndar ekki alveg komin með shopping listann á hreint. En ég þarf allavega að kaupa nokkrar jólagjafir, eina fallega/ljóta jólapeysu fyrir hið árlega jólaboð sem haldið er hjá vinahópnum hans Hemma. Svo langar mig að kaupa mér einn naglahring, finnst þeir eitthvað svo flottir og hef ekki séð svoleiðis hérna heima.

Ætli kaupi ekki líka rosa mikið af einhverjum flottum snyrtivörum sem fást ekki hérna heima og sem ég á nóg af. (Alltaf getur maður ódýrum og flottum snyrtivörum á sig bætt).
Töff að hafa eina nöglina glimmeraða
Ætli ég fjárfesti ekki líka í einu svona, ég held að þau fáist ekki lengur hérna heima, nema í mjög takmörkuðu magni.

Þessi er solið sæt, en ég væri til í eitthvað meira extreme
eina með ljósum og söngvum og soleiðis

Ó svo flott



Tuesday, November 6, 2012

Title

Alltaf það fyrsta sem mig dettur í hug að skrifa hérna efst er hvernig veðrið er.
Ég held að ég sé búin að pósta nokkrum öðrum færslum sem heita rigning eða eitthvað álíka og mér datt ekkert annað í hug þannig að þessi bloggpóstur heitir ekkert.
Ég held reyndar að það sé ekki hægt að láta hann ekki heita neitt, þannig ég skýri hann bara title þannig að hann detti pottþétt inn.

En annars væri ég nú alveg til í að fá smá breytingu á veðrið, pínu snjór væru soldið upplífgandi, það er bara alltof dimmt. Það er slökkt á útiljósinu fyrir utan heima hjá mér frá eitt til hálf fjögur ( já ég fylgdist með því í gær). Og hvað haldiði... það var að kvikna á því aftur í þessum skrifuðu orðum.

Annars er lífið bara notalegt þessa stundina, er enn södd eftir afmælishelgina en mamma og tengdó áttu afmæli. Því var farið í kaffi á laugardeginum, villbráðahlaðborð um kvöldið í Perluna, Brunch á Geysi á sunnudeginum og afmælismatarboð um kvöldið.

Ég mæli með ef þið eruð miklar brunch manneskjur að þið prufið Geysi. Brunchinn er með öllu og +  þú þarft ekki að borga aukalega fyrir kaffi.
Fékk eitt gott knús um daginn sem náðist á mynd



Afmælisbarn


Sjálfsmynd, tók svo eina mynd af Hemma og pabba en hún er svo hræðileg að hún fær ekki að fylgja :)

Annað afmælisbarn

Fékk þessa fínu mynd frá tengdó af EE á afmælisdaginn hennar 


Thursday, November 1, 2012

Leti

Það nær bara engri átt hvað ég er löt í dag.
Fór uppí fríhöfn í morgun bara til að knúsa Söndru mín bless, nei ekki alveg, var þar að kynna Oroblu.
Sem betur fer er ég að fara út til Boston í byrjun desember, annars væri ég alveg hræðilega abbó út í allt liðið sem fer þarna í gegn.
Skellti mér svo aftur uppí rúm þegar ég kom heim og er ekki búin að fara úr sloppnum síðan.
Sit hérna með rjúkandi kaffibolla fyrir framan tölvuna og skoða skemmtilegt DIY og auglýsingar.
Rakst einmitt á þessa, gaman ef Hemmi gæti tekið að sér næstu meðgöngu ;)



Annars átti ég mjög góða meðgöngu og er alveg til í að ganga í gegnum svoleiðis aftur en ég veit um fullt af konum sem væru alveg til í að makinn tæki á sig þá næstu.

Svo er ég eitthvað svo rómantísk í svona köldu veðri og er að láta mig dreyma um að gera mér sætt perluarmband. En í þessu letikasti sem ég er í þá safna ég bara öllum þessum fallegum hugmyndum og geymi á tölvunni og vona að ég nenni að rífa mig uppúr stólnum einhvern tímann til að fara í málið.