En ég bara nennti alls ekki að blogga í sumar, þá helst vegna þess að ég var bara aldrei fyrir framan tölvuna. Sumarið einkenndist nefnilega af miklum ferðalögum og sveitarferðum þar sem ég var án vinnu og Hemmi nýtti sér orlofið.
Ég náði til dæmis að skella mér á hestbak, í fyrsta skiptið á Íslandi síðan ég var í reiðskóla.
Það var tekið picknik við Þingvallavatn þar sem Hemmi hjólaði alla leið upp í bústað á meðan ég og Eydís Eva tókum bílinn á þetta og helgunum eytt með góðum vinum og fjölskyldu upp í sveit.
Við kvöddum svo systur mína með svaka kveðjupartýi um miðjan ágúst en hún flaug alla leið til Braziliu til að losna við okkur og er þessi bloggskrif tileinkuð henni því hún er búin að vera ýta eftir bloggi síðan hún fór ;)
En ég hugsa að ég láti bara nokkrar myndir tala mínu máli
Svo gott að knúsa Arnar Loga |
Sandra geturu ekki notað þessa í auglýsingu ;) |
Hemmi að hjóla uppí bústað |
Nagli og EE bæði mjög hrifin af boltum |
Elísabet og Eydís Eva á trampolíni hjá ömmu |
Add caption |
Næstum öll barnabörnin |
Alltaf varðeldur um Verzló |
Hvíla sig |
Systkini |
100 ára kúrekapartý |
Þessi farin til útlanda *sniff sniff* |
svo fín með kóronu |
EE í pottinum með ö+a eftir svaka berjatínslu þar sem 2 ber fóru í munnin á EE og eitt í munninn hjá Nagla og eitt í fötuna |
Slaka með cheerios í annarri og fjarstýringuna í hinni og slökkt á sjónvarpinu sem var ekki lykilatriðið (fjarstýringin miklu meira spennandi) |
Alltaf sólarmegin í lífinu |
Fyrirfram afmælisgjöf, mega sátt |
No comments:
Post a Comment