Friday, July 20, 2012

Sumarið

Þetta sumar hefur verið allt öðruvísi en öll önnur sumur sem ég hef átt. Jújú, við erum komin með barn og það gerir allt öðruvísi en ég er líka í fríi og það er alveg hreint magnað.

Ég og Hemmi höfum einu sinni áður verið í fríi saman yfir sumartímann og það var árið 2007 og ég fékk viku frí þegar ég var að vinna á NordicaSpa. Annars hef ég alltaf verið að vinna á sumrin hjá Ölgerðinni.

Þetta er alveg unaðslegt, ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að það sé sól á virkum dögum og sólarlaust um helgar, heldur er ég bara alltaf tilbúin með Tan Intensifier sólarvörnina mína og góða bók og skelli mér beint á pallinn þegar hún kemur.
Það sem ég er búin að gera af mér síðan síðast er
Drekka Pims á pallinum í sól og blíðu
Grilla
Lesa góðar bækur þar á meðal Hungergames þríleikinn, mæli með þeim
Fara í nafnaveislu hjá sætasta frænda mínum og fékk hann nafnið Jóhann Orri
Fara í brjálæðislega skemmtilegt brúðkaup
Fara í hjólatúr
Hitta tvær nýfæddar skvísur Daðadóttir og Kjartansdóttir
Tjalda í Húsafelli
Kíkja á Surtshelli og Barnafossa
Ganga um á Snæfellsnesi
Gefa dóttir minni pylsu og saltstangir (hræðileg móður púff, hún elskar hvort tveggja)
Tjalda með góðu fólki á Flúðum þar sem var óvart svo stappað því að Bylgjulestin mætti
Fara í Slakka (dýragarðinn)
Skella mér í bústaðinn hjá tengdó á Hellu og nánast drukkna í pottinum (á góðan hátt)
Veiða í næstum því Rangá, man ekkert hvað áin heitir en er þarna hliðiná og veiða ekkert
Vera heima hjá mér núna í 1 og 1/2 dag setja í 4 þvottavélar (dóttir mín átti engin hrein föt og nóg á hún af þeim) og skrifa þetta stórmerkilega blogg


Þangað til næst; haldið áfram að njóta sumarsins, það er ekki næstum því búið. Í fyrra þegar Eydís Eva fæddist þann 8. september voru 18 gráður og sól. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið, ekki fyrr en sú skæra hættir að skína ;)


Rosa gaman í tjaldi


Fá sér krækiber

ströndin við Búðir


Á leiðinn frá Arnastapa til Hellnar


Saltstangir namm namm

Skoða dýrin

Vinkonur

Elskar bolta



Hjálpa ömmu að taka upp matinn



No comments:

Post a Comment