Ég og Hemmi höfum einu sinni áður verið í fríi saman yfir sumartímann og það var árið 2007 og ég fékk viku frí þegar ég var að vinna á NordicaSpa. Annars hef ég alltaf verið að vinna á sumrin hjá Ölgerðinni.
Þetta er alveg unaðslegt, ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að það sé sól á virkum dögum og sólarlaust um helgar, heldur er ég bara alltaf tilbúin með Tan Intensifier sólarvörnina mína og góða bók og skelli mér beint á pallinn þegar hún kemur.
Það sem ég er búin að gera af mér síðan síðast er
Drekka Pims á pallinum í sól og blíðu
Grilla
Lesa góðar bækur þar á meðal Hungergames þríleikinn, mæli með þeim
Fara í nafnaveislu hjá sætasta frænda mínum og fékk hann nafnið Jóhann Orri
Fara í brjálæðislega skemmtilegt brúðkaup
Fara í hjólatúr
Hitta tvær nýfæddar skvísur Daðadóttir og Kjartansdóttir
Tjalda í Húsafelli
Kíkja á Surtshelli og Barnafossa
Ganga um á Snæfellsnesi
Gefa dóttir minni pylsu og saltstangir (hræðileg móður púff, hún elskar hvort tveggja)
Tjalda með góðu fólki á Flúðum þar sem var óvart svo stappað því að Bylgjulestin mætti
Fara í Slakka (dýragarðinn)
Skella mér í bústaðinn hjá tengdó á Hellu og nánast drukkna í pottinum (á góðan hátt)
Veiða í næstum því Rangá, man ekkert hvað áin heitir en er þarna hliðiná og veiða ekkert
Vera heima hjá mér núna í 1 og 1/2 dag setja í 4 þvottavélar (dóttir mín átti engin hrein föt og nóg á hún af þeim) og skrifa þetta stórmerkilega blogg
Þangað til næst; haldið áfram að njóta sumarsins, það er ekki næstum því búið. Í fyrra þegar Eydís Eva fæddist þann 8. september voru 18 gráður og sól. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið, ekki fyrr en sú skæra hættir að skína ;)
Rosa gaman í tjaldi |
Fá sér krækiber |
ströndin við Búðir |
Á leiðinn frá Arnastapa til Hellnar |
Saltstangir namm namm |
Skoða dýrin |
Vinkonur |
Elskar bolta |
Hjálpa ömmu að taka upp matinn |